Hvað er Þjónustuvefur?

Húsasmiðjan og Ískraft hefur nú aukið þjónustu við viðskiptavini sína með því að að opna öflugan þjónustu- og upplýsingavef. Vefurinn eykur mjög á þægindi þar við sem höfum sett upp sérstaklega aðgengilegan Þjónustuvef ætlaðan reikningshöfum, sem við köllum Þjonustuvefinn.

  • Skoðaðu nótur og vörukaup þín á vefnum.
  • Skráðu verk og úttektaraðila.
  • Skoðaðu greiðsluseðilinn á vefnum.


Til að geta stofnað aðgang að Þjónustuvefnum þarftu að hafa viðskiptareikning hjá Ískraft eða Húsasmiðjunni. 

Viðskiptaupplýsingar þínar eru afar viðkvæmar. Því höfum við ákveðið að í hvert sinn sem við sendum aðgangsupplýsingar frá okkur verða þær sendar í ábyrgðarpósti. Öryggi upplýsinga sem þú skoðar á vefnum er einnig tryggt með sérstakri tækni þannig að alveg öruggt er að enginn getur nálgast aðrar upplýsingar en þær sem ætlaðar eru hverjum og einum.

Á Þjónustuvefnum geta reikningshafar skoðað og prentað út greiðsluseðla, vörufærslur og allar nótur sem gefnar hafa verið út á viðskiptareikninga þeirra.

Einnig býðst reikningshöfum nú einföld leið til að tryggja öryggi allra viðskipta inn á reikninga sína. Á Þjónustuvefnum geta reikningshafar stjórnað því alfarið sjálfir hverjir mega taka út vörur, með því að skrá og afskrá úttektaraðila.

Ennfremur gefst sá kostur að skrá sérstakt leyniorð. Þetta leyniorð geta reikningshafar notað til frekari öryggisráðstafana en það verður að gefa upp í hvert sinn sem verslað er.

Helstu aðgerðir

  • Að skoða og prenta út greiðsluseðla, vörukaup og sölunótur
  • Skráð verk
  • Uppfletting í vöruskrá
  • Umsýsla með úttektaraðila viðskiptareikninga þar sem bæði er hægt að bæta við og eyða úttektaraðilum.
  • Umsýsla með leyniorð viðskiptareikninga

Smelltu hér til að skrá þig inn